Þróun sjónvarpsefnis

Posted 2 ár síðan by Loftur Már Sigurðsson

Ég hef um nú í nokkur ár haft mikinn áhuga á að fylgjast með því hvernig sjónvarp hefur verið að þróast.  Svona þróun á rótgróinni starfsemi á sér yfirleitt stað á löngum tíma, árum og jafnvel áratugum.  En undanfarið hefur þróunin verið mjög hröð.  Þessi hraða á þróun sjónvarpsmarkaðar hefur að nokkru leiti verið dregin af tækniþróun og svo núna á síðasta ári hafa notendur fundið not fyrir tæknina vegna Covid og þeirra áskoranna sem menn hafa þurft að takast á við í kjölfarið.  Það er auðvitað mjög mörg atriði sem hafa komið saman og skapað þessar aðstæður. Hverjar sem ástæðurnar eru, þá er það spá mín að tími hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja sé liðinn.  Tilraun Alþingis að styrkja hefðbundna fjölmiðla er ákveðin afneitun og þessi tilraun getur ekki annað en mistekist.  Ég ætla hér fyrir neðan að reyna að rökstyðja þessa fullyrðingu mína.

Hefðbundnir fjölmiðlar eru oft stórir fjölmiðlar með mikla sögu.  Þessir fjölmiðlar eru stór fyrirtæki með mikinn fjölda starfsmanna og mikla yfirstjórn.  Auðvitað eru þessir fjölmiðlar mjög ólíkir og af ýmsum stærðum.  En uppbyggingin virðist vera svipuð hjá þeim öllum.  Þeir eru með stjórn, ritstjórn, framkvæmdastjórn og svo fjölmiðla menn. Þannig eru þetta mannaflafrek fyrirtæki og kostnaðaruppbygging þeirra nokkuð föst.  Annað sem mér sýnist ljóst er að þessir fjölmiðlar hafa oft á tíðum ekki verið reknir með arðsemi að leiðarljósi og eigendur tilbúnir að bæta upp tap með innspýtingu fjármagns þegar á þarf að halda.  Þessir sömu eigendur hafa væntanlega litið svo á að áhrifin sem þeir fá með því að eiga eða eiga hlut í fjölmiðli réttlæti fjárútlátin.  Núna þegar þróunin og breytingar eru hraðar er erfitt fyrir svona fyrirtæki að bregðast við og mikil hætta á að þeir verið undir í samkeppninni.

Það sem keyrir þessa þróun áfram er að tæknin við það að senda efni til viðskiptavina er að verð ódýr. Það er hægt að koma sér upp tækjum og senda frá sér gæða efni fyrir innan við 100.000 kr.  Svo hefur Covit orðið til þess að mikill fjöldi fólks hefur þurft að tileinka sér þessa tækni og eru komin með mikla hæfni í að koma frá sér efni.  Við  þurfum að hafa það í huga að sá tíma sem hver einstaklingur hefur í áhorf eða hlustun á fjölmiðla er takmarkaður.  Þannig að öll ný afþreying sem verður til tekur tíma af hefðbundnum fjölmiðlum.  Það eru margar tegundir af afþreyingu í boði.  Ég ætla hér fyrir neðan að fjalla um þau atriði sem mér dettur í hug og ég veit af. 

Blogg

Blogg, er elsta formið þar sem einstaklingar koma frá sér efni með skipulegum hætti.  Fyrir bloggið urðu einstaklingar að treysta á hefðbundna fjölmiðla að birta greinar frá þeim.  Bloggið varð til um 1999 og varð nokkuð vinsælt upp úr 2003.  Með tilkomu Google ads og annara auglýsingamiðlara varð bloggurum gert einfaldara að fá tekjur með bloggum sínum. Það sem þessir bloggarar höfðu umfram fjölmiðla var að þeir voru oft með mjög þröng efnistök og voru um leið sérfræðingar á því sviði.  Bloggarar höfðu einnig mun meira frelsi. Mótleikur hefðbundinna fjölmiðla hefur verið að ráða bloggara og birta bloggin þeirra á miðlum sínum. Þannig hefur þessi þróun unnið með hefðbundnum fjölmiðlum.

 

Samfélagsmiðlar.

Það var mikil bylting þegar samfélagsmiðlar komu fram á sviðið upp úr 2003. Linkedin, MySpace, Facebook og fl.  Samfélagsmiðlar ruddu brautina og auðvelduðu fólki að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri.  Áður en samfélagsmiðlar komu fram var eingöngu hægt að taka þátt í samfélagsumræðunni í gegnum hefðbundna fjölmiðla og svo með því að blogga.  það má segja að þjóðfélagsumræðan hafi opnast á annað svið.  Þó samfélagsmiðlar taki mikinn tíma frá fólki þá eru þeir ekki mikil samkeppni við hefðbundna fjölmiðla.  Hefðbundnir fjölmiðlar hafa nýtt sér samfélagsmiðla og hægt að segja að það sé gott samstarf þarna á milli í dag. En samfélagsmiðlar hafa orðið til þess að fólk er orðið vant því að deila upplýsingum og koma efni á framfæri. 

 

Áhrifavaldar

Áhrifavaldar er afurð samfélagsmiðlanna.  Fólk sem hefur eitthvað skemmtilegt eða fróðlegt að segja hafa safnað mörgum áhangendum.  Áhrifavaldur verður svo til þegar hann notar þennan hóp fylgjenda til að selja auglýsingar.  Áhrifavaldar nota helst Instagram og svo Potcast til að koma efni sínu á framfæri.  Áhrifavaldar höggva í auglýsinga pott sem hinir hefðbundnu fjölmiðlar hafa setið að.  En auglýsingamarkaður á Íslandi er nokkuð fast mótaður og peningar í boði fyrir fjölmiðla vaxa ekki við aukið framboð af auglýsingamöguleikum.  En og aftur hafa hefðbundnir fjölmiðlar brugðist við og fengið áhrifavalda í lið með sér og eru með þá á sínum miðlum.  Samt sem áður eru sjálfstæðir áhrifavaldar að taka til sín auglýsingatekjur og eru að gera góða hluti.

 

Netflyx og aðrar dreifiveitur.

Streymisveitur hafa verið til mjög lengi.  T.d. er Netflix stofnað 1997.  Streymisveitur störfuðu í kapal sjónvarpi fyrst og er það enn töluvert mikið notað í Bandaríkjunum.  Það var ekki fyrr en eftir 2007 sem streymisveitur voru settar á netið og gerði það fyrirtækjunum möguleika á að sækja á markaði utan Bandaríkjanna.  Streymisveitur er áskriftasjónvarp og eru ekki á auglýsingamarkaði.  Fyrir okkur Íslendinga þá voru þessar erlendu streymisveitur mjög vel þegnar þar sem þær bjóða mun lægri áskriftarverð en okkur stóð til boða áður.  Fyrir hefðbundna fjölmiðla þá valda streymisveitur því að áhorf á þá minnkar mikið og auglýsingatíminn hjá þeim verður um leið ekki eins verðmætur.

Youtube, Rumble og fl. Veitur.

Það eru mörg Fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að gera notendum kleift að dreifa efni til notendahóps síns.  Innan þeirra banda eru mjög margir sem hefur tekist að koma sér upp umtalsverðum notendahóp.  Youtube var og er leiðandi fyrirtæki í þessum bransa en nú á síðasta ári erum fleiri aðilar farnir að bjóða upp á þessa þjónustu.  Þessi þjónusta er ókeypis fyrir notenda en áhorfendur greiða fyrir áhorfið með auglýsingum.  Þannig hafa þessi fyrirtæki tekið nokkuð stóran hlut að markaðstekju og eru þannig í beinni samkeppni við hefðbundna fjölmiðla.

Það sem þessi fyrirtæki hafa leitt af sér er gríðarlegur fjöldi einstaklinga sem er að búa til efni.  Þessir aðilar eru að höfða til stórs hóps áhorfenda.  Það sem hefur svo verið að gerast núna á síðustu árum er að vinsælustu aðilarnir hafa stofnað eigin fyrirtæki og eru komin með einskonar sjónvarpstöðvar sem eru knúnar af þessum efnisveitum.

Annað sem við erum að sjá eru jaðaríþróttir sem fengu enga eða litla umfjöllun í hefðbundnum fjölmiðlum eru komnar með eigin rásir.  Þessar rásir eru oft ekki með mikil áhorf, en aðdáendur viðkomandi greina eða liða eru tryggir áhorfendur.  Þetta áhorf dregur enn úr áhorfi og notkunar á hefðbundnum miðlum.  Sem dæmi um þetta eru beinar útsendingar frá pílumótum, skákmótum og svo neðri deildarliðum í knattspyrnu.  Einnig myndi vinsælasta sjónvarpsefni í heiminum í dag falla undir þennan flokk en það eru beinar útsendingar frá tölvuleikjamótum.        

Vídeóbloggarar

Einstaklingar sem eru með vídeó blogg, annað hvort hýst hjá efnisveitum eða hýsa sjálfir, hefur vaxið hvað mest á undanförnu ári.  Vöxturinn er ekki mikill hér á landi en gríðarlegur annarstaðar. Ég geri ráð fyrir að þessi þróun eigi eftir að koma fram hér á landi fljótlega.  Ástæða fyrir þessari þróun eru nokkur atriði sem koma saman.  Vegna Covit er fólk orðið mjög vant að tala við myndavélar.  Einnig hefur fólk haft meiri tíma til að leita sér að efni og síðast en ekki síst hefur vantraust fólks á Hefðbundna fjölmiðla aukist og margir leita sér frétta og upplýsinga hjá svona vídeóbloggurum.  Þetta er þróun sem gæti haft hvað mest áhrif á hefðbundna fjölmiðla.  En eins og áður þá geri ég ráð fyrir að hefðbundnir fjölmiðlar eigi eftir að bregðast við þessari þróun eins og áður.

 

Allir þessir miðlar eru til þess fallnir að taka áhorf frá hefðbundnum fjölmiðlum.  Tekjumissir þeirra gerir það að verkum að þeim gengur ylla.  Samkeppnisaðilarnir sem eru upptaldir hér fyrir ofan hafa mjög einfalda og ódýra uppbyggingu.  Til þess að lifa af þurfa hefðbundnir fjölmiðlar að bregðast snöggt við og breyta rekstarformi sínu. 

Vegna þessa tel ég þessa tilraun Alþingis með fjölmiðlalögum að styrkja valda fjölmiðla sem uppfylla kröfur yfirvalda um að vera taldir til fjölmiðla, vera dýra tilraun og dæmda til að mistakast.  Alþingi hefði frekar átt að treysta áhorfendum að velja það efni sem þeir vilja horfa á og fjölmiðlum til að bregðast við og aðlaga rekstur sinn að breyttu umhverfi.


Comments

No comments yet! Why don't you be the first?